Mjólkin gefur styrk

© 2018 Mjólkursamsalan ehf.

MARÍA FINNBOGADÓTTIR
LANDSLIÐSKONA Á SKÍÐUM

Styrkir orkubúskap líkamans

Í mjólk eru ýmis nauðsynleg vítamín á borð við B12 og B2 vítamín. B12 er lífsnauðsynlegt næringarefni sem nær eingöngu finnst náttúrulega í dýraafurðum. Það er mikilvægt fyrir orkubúskap líkamans og stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmis- og taugakerfisins sem og eðlilegri myndun rauðra blóðkorna.

B2 hefur margs konar mikilvæg hlutverk í líkamanum og stuðlar að eðlilegum orkubúskap líkamans og eðlilegri starfsemi taugakerfinsins. Einng stuðlar það að viðhaldi sjónar og getur hjálpað til við að draga úr þreytu.

Í D-vítamínbættu mjólkinni er svo auðvitað D-vítamín sem er hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamann, það er m.a. nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins.

Mjólk er ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á. Mjólk er mikilvæg uppspretta próteina og 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni og má þar nefna kalk, joð, fosfór, B2- og B12-vítamín.

SAGA MARÍU