Mjólkin gefur styrk

© 2018 Mjólkursamsalan ehf.

HAUKUR ÞRASTARSON
LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA

Styrkir tennur og bein

Mjólk er eins og flestir vita góður kalkgjafi. Kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og viðhald beina og tanna. Það stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi, orkubúskap og flutningi taugaboða í líkamanum.

Í mannslíkamanum eru 206 bein en beinin eru lifandi vefur sem endurnýjar sig að fullu á nokkrum árum. Mjólk inniheldur fjölda efna sem eru mikilvæg fyrir bein barna og fullorðinna. Því meiri kalkforði sem kemur í beinin áður en fullum vexti er náð, þeim mun þéttari verða beinin og minni líkur á beinþynningu á efri árum.

Mjólk er ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á. Mjólk er mikilvæg uppspretta próteina og 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni og má þar nefna kalk, joð, fosfór, B2- og B12-vítamín.

SAGA HAUKS